Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2024 20:02 Strákarnir í Ascent Soccer klæðast margir íslenskum landsliðstreyjum á æfingum í Malaví. vísir/Einar Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar
Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira