Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 23:45 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki útilokað að eldgosið milli Hagafells og Stóra-Skógafells endist í marga mánuði. Vísir/Arnar Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Enn er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Landris í Svartsengi hefur hins vegar stöðvast. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við Erlu Björk Gunnarsdóttur fréttaþul um stöðuna á gosinu. Hvað þýðir það að sé enn hraunrennsli en að landris hafi stöðvast? „Þetta þýðir í rauninni það að kvikan sem var að flæða á dýpið og safnaðist fyrir í Svartsengi áður virðist vera að flæða beint upp og fæða þetta eldgos sem er í gangi og kemur ekkert lengur við í Svartsengi,“ sagði Benedikt. En svo gæti kvikan farið að safnast aftur upp þegar það hættir að gjósa? „Já, ef gosið stoppar þá gætum við haldið áfram að sjá landrisið. Það er alveg möguleiki á því,“ sagði hann. Sambærilegt eldgosum í Fagradalsfjalli Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum flugu yfir gosstöðvarnar í gær til að mæla og kortleggja hraunið. Benedikt segir að eftir að fyrsta fasa gossins lauk hafi það hegðað sér eins og eldgosin í Fagradalsfjalli. Hvað kom út úr þessum mælingum? „Þeir voru að fljúga yfir til þess að kortleggja hraunið eins og það hafði runnið eftir 17. mars og meta útbreiðsluna og rúmmálið á hrauninu. Út frá því er svo hægt að meta hversu mikið hraunrennslið er,“ sagði Benedikt. „Það sem kemur út úr því er að eftir að fyrsta fasanum lauk, sem var mjög kraftmikill, þá er þetta sambærilegt eins og eldgosin í Fagradalsfjalli.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Engin mælanleg merki um að gosið sé að minnka Þetta er ólíkt þessum eldgosum sem við höfum fengið síðustu mánuði að því leyti að það er að koma meira út úr því? „Þetta er lengra gos, byrjaði mjög svipað og hin eldgosin á þessu svæði en svo eftir að það datt niður þá í staðinn fyrir að hætta þá jafnaði það sig og það hefur verið tiltölulega stöðugt flæði síðan 17. mars og mjög sambærilegt og við höfum verið að sjá í þessum atburðum í Fagradalsfjalli,“ sagði Benedikt. Gæti þetta gos orðið eins og Fagradalsfjall í marga daga, margar vikur? „Marga mánuði þess vegna. Það er ekkert útilokað. Við sjáum, eins og staðan er núna, engin mælanleg merki um að það sé að minnka. Það er mjög stöðugt þannig það eru engar vísbendingar um að því sé að ljúka.“ „Það getur stöðvast skyndilega, við getum ekkert útilokað það en það er allavega ekkert sem við sjáum á mælitækjum sem bendir til þess að það sé að hætta. Meðan svo er getum við alveg eins búist við að það geti haldið áfram dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman,“ sagði hann. Allt lagt í að styrkja varnargarðana Fréttir bárust í dag af því að hraunið væri að þrýsta á varnargarðana og að unnið væri að því að styrkja þá og hækka. Benedikt hefur trú á því að hægt sé að stýra gosinu með görðunum. Telurðu mikla hættu þarna fyrir hendi að hraunið fari inn fyrir bæinn? „Ég hef fulla trú á að menn geti reynt að stýra þessu. Það er verið að leggja allt sem hægt er í að styrkja varnargarðana, hækka þá og stýra hrauninu þannig það fari ekki í áttina að bænum,“ sagði hann. Þetta gerist miklu hægar þegar rennslið er svona lítið, minna en þessi upphafsfasi. Þá náttúrulega hafa menn betri tíma til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið fari í áttina að bænum. Menn eru að leggja held ég allt sem þeir geta í það. Eigum við ekki bara að vona það besta,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Enn er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Landris í Svartsengi hefur hins vegar stöðvast. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við Erlu Björk Gunnarsdóttur fréttaþul um stöðuna á gosinu. Hvað þýðir það að sé enn hraunrennsli en að landris hafi stöðvast? „Þetta þýðir í rauninni það að kvikan sem var að flæða á dýpið og safnaðist fyrir í Svartsengi áður virðist vera að flæða beint upp og fæða þetta eldgos sem er í gangi og kemur ekkert lengur við í Svartsengi,“ sagði Benedikt. En svo gæti kvikan farið að safnast aftur upp þegar það hættir að gjósa? „Já, ef gosið stoppar þá gætum við haldið áfram að sjá landrisið. Það er alveg möguleiki á því,“ sagði hann. Sambærilegt eldgosum í Fagradalsfjalli Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum flugu yfir gosstöðvarnar í gær til að mæla og kortleggja hraunið. Benedikt segir að eftir að fyrsta fasa gossins lauk hafi það hegðað sér eins og eldgosin í Fagradalsfjalli. Hvað kom út úr þessum mælingum? „Þeir voru að fljúga yfir til þess að kortleggja hraunið eins og það hafði runnið eftir 17. mars og meta útbreiðsluna og rúmmálið á hrauninu. Út frá því er svo hægt að meta hversu mikið hraunrennslið er,“ sagði Benedikt. „Það sem kemur út úr því er að eftir að fyrsta fasanum lauk, sem var mjög kraftmikill, þá er þetta sambærilegt eins og eldgosin í Fagradalsfjalli.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Engin mælanleg merki um að gosið sé að minnka Þetta er ólíkt þessum eldgosum sem við höfum fengið síðustu mánuði að því leyti að það er að koma meira út úr því? „Þetta er lengra gos, byrjaði mjög svipað og hin eldgosin á þessu svæði en svo eftir að það datt niður þá í staðinn fyrir að hætta þá jafnaði það sig og það hefur verið tiltölulega stöðugt flæði síðan 17. mars og mjög sambærilegt og við höfum verið að sjá í þessum atburðum í Fagradalsfjalli,“ sagði Benedikt. Gæti þetta gos orðið eins og Fagradalsfjall í marga daga, margar vikur? „Marga mánuði þess vegna. Það er ekkert útilokað. Við sjáum, eins og staðan er núna, engin mælanleg merki um að það sé að minnka. Það er mjög stöðugt þannig það eru engar vísbendingar um að því sé að ljúka.“ „Það getur stöðvast skyndilega, við getum ekkert útilokað það en það er allavega ekkert sem við sjáum á mælitækjum sem bendir til þess að það sé að hætta. Meðan svo er getum við alveg eins búist við að það geti haldið áfram dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman,“ sagði hann. Allt lagt í að styrkja varnargarðana Fréttir bárust í dag af því að hraunið væri að þrýsta á varnargarðana og að unnið væri að því að styrkja þá og hækka. Benedikt hefur trú á því að hægt sé að stýra gosinu með görðunum. Telurðu mikla hættu þarna fyrir hendi að hraunið fari inn fyrir bæinn? „Ég hef fulla trú á að menn geti reynt að stýra þessu. Það er verið að leggja allt sem hægt er í að styrkja varnargarðana, hækka þá og stýra hrauninu þannig það fari ekki í áttina að bænum,“ sagði hann. Þetta gerist miklu hægar þegar rennslið er svona lítið, minna en þessi upphafsfasi. Þá náttúrulega hafa menn betri tíma til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið fari í áttina að bænum. Menn eru að leggja held ég allt sem þeir geta í það. Eigum við ekki bara að vona það besta,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16