Innlent

Óvissustigi lýst yfir á Norður­landi

Árni Sæberg skrifar
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Þessi mynd er tekin eftir óveður á Dalvík.
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Þessi mynd er tekin eftir óveður á Dalvík. Vísir/Egill

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars.

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að spáð sé norðaustan til norðan stormi með snjókomu í nótt og á morgun, föstudag. Þegar líður á nóttina snúist vindur meira til norðurs miðað við nýjustu spár og kólnar. 

Á föstudag sé gert ráð fyrir norðaustan til norðan stórhríð, skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og að vegir undir bröttum fjallshlíðum lokist vegna snjóflóða. Gert sé ráð fyrir að veðrið gangi niður aðfaranótt laugardags og á laugardag dragi úr ofankomu í kólnandi veðri.

Ekki sé talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geti breyst þegar líður á.

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með aðstæðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×