Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2024 13:27 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að einhver taki málefni ópíóðafíknar í fangið. Vísir/Vilhelm Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar. Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Sjá meira
Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar.
Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Sjá meira
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30