Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 11:38 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra og ber honum að taka skýra forystu í málinu samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. „Enginn hefur fulla yfirsýn um þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum. Þótt ekki sé rétt að tala um faraldur ópíóíðafíknar er ljóst að vandinn fer vaxandi,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um nýja skýrslu stofnunarinnar um ópíóðíavanda á Íslandi en þar er fjallað um stöðu, stefnu og úrræði. Ekki hefur verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020.Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmdar. Ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Framboð meðferðar mótast í grasrót Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur hafi hún að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi, m.a. vegna þess að bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka er af skornum skammti, og ýmsar hindranir koma í veg fyrir að einstaklingar fái tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að skýrari ramma vanti um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi þjónustu vegna ópíóíðafíknar. Þá ríkir ágreiningur milli SÁÁ og SÍ um túlkun og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn en ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir. Skýrslan kom út í dag og var samhliða því kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Skýrslan er svokölluð hraðúttekt og er í heildina 41 síða. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Skýrslan er hér. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Enginn hefur fulla yfirsýn um þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum. Þótt ekki sé rétt að tala um faraldur ópíóíðafíknar er ljóst að vandinn fer vaxandi,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um nýja skýrslu stofnunarinnar um ópíóðíavanda á Íslandi en þar er fjallað um stöðu, stefnu og úrræði. Ekki hefur verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020.Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmdar. Ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Framboð meðferðar mótast í grasrót Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur hafi hún að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi, m.a. vegna þess að bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka er af skornum skammti, og ýmsar hindranir koma í veg fyrir að einstaklingar fái tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að skýrari ramma vanti um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi þjónustu vegna ópíóíðafíknar. Þá ríkir ágreiningur milli SÁÁ og SÍ um túlkun og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn en ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir. Skýrslan kom út í dag og var samhliða því kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Skýrslan er svokölluð hraðúttekt og er í heildina 41 síða. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Skýrslan er hér.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30
Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44
Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49
Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15