Innlent

Stefán Ingi­mar neitar að koma til landsins

Árni Sæberg skrifar
Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er eftirlýstur grunaður um fíkniefnabrot.
Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er eftirlýstur grunaður um fíkniefnabrot. Interpol

Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hefur verið í sambandi við lögreglu hér á landi en harðneitar að koma til landsins til yfirheyrslu. Lögregla vill ná tali af honum vegna þriggja mála sem varða innflutning fíkniefna.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Hann segir að lögregla hafi um nokkurt skeið viljað ná sambandi við Stefán Ingimar í tengslum við innflutning á amefetamíni með Norrænu í apríl í fyrra, innflutning á fíkniefnum með burðardýrum og eitt mál til.

Lögregla hafi verið í sambandi við Stefán Ingimar en hann hafi ekki sinnt því að koma heim til yfirheyrslu. Þannig sé það oftast með menn sem lýst er eftir með aðstoð Interpol, en það sé síðasta úrræði lögreglunnar.

Þá hafi lögreglu borist ábendingar um Stefán Ingimar eftir að lýst var eftir honum en hann geti ekki sagt til um efni ábendinganna.


Tengdar fréttir

Lýst eftir ís­lenskum karl­manni á vef Inter­pol

Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×