Viðvörunarlúðrar hljóma í Grindavík eins og heyra má á þessu myndbandi sem Stefán S. Jónsson birti á Facebook í kvöld.
Eldgos hófst klukkan 20:23 á milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Upptökin eru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar. Aðdragandi gossins var stuttur.