Innlent

Stjórn­vana skúta sendi neyðarboð

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrla gæslunnar. Myndin er úr safni.
Þyrla gæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum.

Þetta fékk fréttastofa staðfest í símtali við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Sá sem ræddi við fréttastofu sagði að gæslan hafi fengið neyðarboð frá bátnum. „Við settum allt okkar í gang.“

Samkvæmt ábendingu sem fréttastofa fékk er um skútu að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×