„Augljóst“ að það sé ekki íslenskuáhugi sem liggi að baki frumvarpi Birgis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:23 Eiríkur Rögnvaldsson segir að ekki megi nota baráttuna fyrir íslensku sem vopn í útlendingaandúð. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir frumvarp, sem gerir íslensku að skilyrði fyrir leigubílaleyfi, vera til þess fallið að mismuna fólki og að það sé ómálefnanlegt. Hann segir augljóst að þarna sé íslenskan notuð sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“ Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“
Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent