Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 11:49 Árni, sem er 74 ára, segist hafa jafnað sig að mestu eftir árásina. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. „Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02
Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30