Innlent

Leggur til að lista­manna­laun verði marg­földuð

Jakob Bjarnar skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra vill að framlög ríkisins til listamannalauna verði margfölduð.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra vill að framlög ríkisins til listamannalauna verði margfölduð. Vísir/Vilhelm

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt í samráðsgátt drög að frumvarpi sem felur í sér að stóraukið framlag ríkisins til listamannalauna.

Í frumvarpsdrögum segir að breytingarnar verði innleiddar í skrefum á árunum 2025 til 2028 og er ráðgert að það verði á eftirfarandi nótum:

  • 2025: 124 millj. kr.
  • 2026: 280 millj. kr.
  • 2027: 490 millj. kr.
  • 2028: 700 millj. kr.

Kostnaður við listamannalaunin eru í dag 978 milljónir. Breytingarnar verða innleiddar í skrefum á árunum 2025-2028 og er ráðgert að viðbótarkostnaður verði í heildina 700 milljónir þegar fullri hækkun er náð.

Þá er heildarkostnaðurinn 1678 milljónir. Mánaðaraukning fer úr 1600 í 2850 á 4 árum og er því tæplega tvöföldun.

Þetta er sagt í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í sáttmála stjórnmálaflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, „að unnið skuli að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna með sérstakri áherslu á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa í listum eða við skapandi greinar. Fjöldi starfslauna hefur haldist óbreyttur í 15 ár eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009.“

Breytingarnar fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.850 á tímabilinu og þremur nýjum sjóðum bætt við kerfið; Launasjóði kvikmyndahöfunda, Vexti sjóði 35 ára og yngri og Vegsemd sjóði listamanna 67 ára og eldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×