Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 20:24 Kristján Már fór yfir spá tveggja jarðvísindamanna sem hafa reiknað út að ef kvikuinnflæði fylgir línulegri þróun þá ljúki umbrotunum við Grindavík síðsumars. Stöð 2 Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira