Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 18:16 Tekið verður gjald alla virka daga milli átta og fjögur. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Háskóla Íslands. Þar kemur fram að gjaldtakan sé fyrsta skrefið í átt að því að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu. Breytingin tekur gildi fyrsta september í ár og segir Háskólinn í tilkynningunni að gjaldtöku verði stillt í hóf. Eins og fram kom verður bílastæðum skipt í tvö svæði: P2 og P3. Á völdum stæðum næst byggingum verður alltaf tekið gjald líkt og hefur verið gert í Skeifunni við Aðalbygginguna og við Gimli. Þeim stæðum verður fjölgað og verða þau rúmlega 200 af þeim um 1700 bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði án annarrar þóknunar en „hóflegs skráningargjalds,.“ Bílastæðunum verður skipt í tvö gjaldsvæði.Háskóli Íslands Handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verður eftir sem áður heimilt að leggja ökutæki í gjaldskylt bílastæði án sérstakarar greiðslu. „Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning málsins og verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar skv. gjaldflokki P3,“ stendur í tilkynningunni. Þar segir einnig að verkefnið sé fyrsta skref HÍ í að hvetja fólk til að ferðast til og frá háskólasvæðinu með vistvænum hætti og að það sé jákvætt framlag til öruggari og umhverfisvænni umferðar við Háskóla Íslands. „Samhliða innleiðingunni er unnið markvisst að uppbyggingu vistvænna samgöngumáta, s.s. með gerð hjólaskýla og annarrar aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Þá er áætlað að fyrsti leggur Borgarlínu muni liggja um háskólasvæðið og verði tekin í gagnið innan fárra ára.“ Háskólar Bílastæði Bílar Hagsmunir stúdenta Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Háskóla Íslands. Þar kemur fram að gjaldtakan sé fyrsta skrefið í átt að því að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu. Breytingin tekur gildi fyrsta september í ár og segir Háskólinn í tilkynningunni að gjaldtöku verði stillt í hóf. Eins og fram kom verður bílastæðum skipt í tvö svæði: P2 og P3. Á völdum stæðum næst byggingum verður alltaf tekið gjald líkt og hefur verið gert í Skeifunni við Aðalbygginguna og við Gimli. Þeim stæðum verður fjölgað og verða þau rúmlega 200 af þeim um 1700 bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði án annarrar þóknunar en „hóflegs skráningargjalds,.“ Bílastæðunum verður skipt í tvö gjaldsvæði.Háskóli Íslands Handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verður eftir sem áður heimilt að leggja ökutæki í gjaldskylt bílastæði án sérstakarar greiðslu. „Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning málsins og verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar skv. gjaldflokki P3,“ stendur í tilkynningunni. Þar segir einnig að verkefnið sé fyrsta skref HÍ í að hvetja fólk til að ferðast til og frá háskólasvæðinu með vistvænum hætti og að það sé jákvætt framlag til öruggari og umhverfisvænni umferðar við Háskóla Íslands. „Samhliða innleiðingunni er unnið markvisst að uppbyggingu vistvænna samgöngumáta, s.s. með gerð hjólaskýla og annarrar aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Þá er áætlað að fyrsti leggur Borgarlínu muni liggja um háskólasvæðið og verði tekin í gagnið innan fárra ára.“
Háskólar Bílastæði Bílar Hagsmunir stúdenta Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira