Kópavogur skorar á Alþingi að jafna atkvæðavægi milli kjördæma Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 11:26 Indriði Sigurðson er bæjarfulltrúi Kópavogs. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur skorað á Alþingi að jafna atkvæðarétt milli kjördæma. Sérstaklega halli á Suðvesturkjördæmi í þessu efni. Indriði Stefánsson bæjarfulltrúi Pírata lagði erindi þess efnis fyrir jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs. Málið var tekið fyrir í bæjarstjórn í gær. Indriði athugar í erindinu atkvæðafjölda á bak við hvern þingmann eftir kjördæmum. Niðurstaðan er eftirfarandi: Miðað við óbreytta kjörskrá frá 2021 eru 4042 atkvæði á bak við hvern þingmann. Eftir breytingar vegna atkvæðavægis eru í: NV 3078 atkvæði á bak við hvern þingmann (76% af landsmeðaltali) NA 2989 atkvæði á bak við hvern þingmann (73% af landsmeðaltali) SU 3842 atkvæði á bak við hvern þingmann (95% af landsmeðaltali) SV 5266 atkvæði á bak við hvern þingmann (130% af landsmeðaltali) RS 4156 atkvæði á bak við hvern þingmann (103% af landsmeðaltali) RN 4124 atkvæði á bak við hvern þingmann (102% af landsmeðaltali) „Ég vil að við sendum út áskorun á Ríkisstjórn og Alþingi að það sé ótækt að Suðvesturkjördæmi sé það eina sem býr við skert atkvæðavægi,“ segir í erindinu. Málinu var vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í gær og var þar samþykkt einróma. Áskorun bæjarstjórnar segir: „Kjördæmakerfið á Íslandi býður upp á allt að tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu kjósenda og líður Suðvesturkjördæmi hvað mest fyrir misskiptingu atkvæða. Bæjarstjórn Kópavogs skorar á Alþingi/innviðaráðherra/stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að gera viðeigandi breytingar á kosningalögum nr. 112/2021 í þeim tilgangi að jafna atkvæðavægi á milli kjördæma,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Kópavogur Kjördæmaskipan Alþingi Píratar Tengdar fréttir Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu. 23. september 2022 14:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Indriði Stefánsson bæjarfulltrúi Pírata lagði erindi þess efnis fyrir jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs. Málið var tekið fyrir í bæjarstjórn í gær. Indriði athugar í erindinu atkvæðafjölda á bak við hvern þingmann eftir kjördæmum. Niðurstaðan er eftirfarandi: Miðað við óbreytta kjörskrá frá 2021 eru 4042 atkvæði á bak við hvern þingmann. Eftir breytingar vegna atkvæðavægis eru í: NV 3078 atkvæði á bak við hvern þingmann (76% af landsmeðaltali) NA 2989 atkvæði á bak við hvern þingmann (73% af landsmeðaltali) SU 3842 atkvæði á bak við hvern þingmann (95% af landsmeðaltali) SV 5266 atkvæði á bak við hvern þingmann (130% af landsmeðaltali) RS 4156 atkvæði á bak við hvern þingmann (103% af landsmeðaltali) RN 4124 atkvæði á bak við hvern þingmann (102% af landsmeðaltali) „Ég vil að við sendum út áskorun á Ríkisstjórn og Alþingi að það sé ótækt að Suðvesturkjördæmi sé það eina sem býr við skert atkvæðavægi,“ segir í erindinu. Málinu var vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í gær og var þar samþykkt einróma. Áskorun bæjarstjórnar segir: „Kjördæmakerfið á Íslandi býður upp á allt að tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu kjósenda og líður Suðvesturkjördæmi hvað mest fyrir misskiptingu atkvæða. Bæjarstjórn Kópavogs skorar á Alþingi/innviðaráðherra/stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að gera viðeigandi breytingar á kosningalögum nr. 112/2021 í þeim tilgangi að jafna atkvæðavægi á milli kjördæma,“ segir í bókun bæjarstjórnar.
Kópavogur Kjördæmaskipan Alþingi Píratar Tengdar fréttir Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu. 23. september 2022 14:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu. 23. september 2022 14:34