Úkraínumenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 18:19 Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu. Vísir/Vilhelm Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem skipa vinahóp Íslands á Úkraínuþingi kom til landsins í gær. Tilgangur heimsóknarinnar er meðal annars að efla tvíhliða samskipti landanna og ræða þann stuðning sem íslensk stjórnvöld hafa veitt úkraínsku þjóðinni. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum