Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er einn fórnarlamba mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi.

Öryrki óttast um líf sitt þar sem leigusali neitar að fara í framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í sé mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.

Þá fer Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, yfir stöðuna á Reykjanesskaganum í myndveri, við förum yfir niðurstöðu dóms í hryðjuverkamálinu svokallaða og sjáum málverk eftir Margréti Þórhildi Danadrottningu sem seldist á uppboði fyrir stuttu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×