Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endurgreiddar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 16:20 Frá vettvangi slyssins í október 2020. Vísir Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“ Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira