Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2024 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ræða málin í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að samtökin muni horfa að miklu leyti til nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær við kjaraviðræður samtakanna. Jöfnun launa milli markaða sé þó forsenda kjarasamnings. Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50