Íslenskur karlagönguhópur á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2024 21:04 Karlarnir, sem hittast á hverjum sunnudagsmorgni á Tenerife og ganga sjö til átta kílómetra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp. Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira