Hyggjast breyta banka í ráðhús Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 19:08 Norðurþing hefur gert tilboð í gamalt húsnæði Íslandsbanka á Húsavík til að nota undir ráðhús. Vísir/Vilhelm Norðurþing hefur gert tilboð í gömlu húsakynni Íslandsbanka á Húsavík og ætlar að breyta því í ráðhús. Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu og hentugra þykir að flytja starfsemina. Einnig hefur stjórnsýsluhúsið gamla þótt óhentugt að einhverju leyti þar sem það er gríðarlega stórt og telur bæjarstjórnin að hægt sé að fækka fermetrum efstu stjórnsýslu talsvert. „Það var gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki byggarráðs. Byggðarráð er að skoða málið og tekur afstöðu í næstu viku,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Hún segir að málefni stjórnsýsluhússins hafi verið til skoðunar frá því í sumar í fyrra og að húsnæðið sé einfaldlega of stórt. Stjórnsýsluhúsið var 1325 fermetrar aðeins undir starfsemi stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn telji að hægt sé að fækka þeim um fimm hundruð fermetra. Henti undir megni starfseminnar „Þetta kemur líka til vegna þess að við erum með starfsmann sem er að vinna að heiman vegna þess að það fannst mygla í kjallaranum á stjórnsýsluhúsinu. Það kom í ljós í kringum áramótin. Við erum ekki með neina starfsemi þar dags daglega. Það eru engar skrifstofur eða neinar mannvistarverur þar niðri. Þetta eru geymslur,“ segir Katrín. Hún segir allt hafa komið hvað ofan í annað. Íslandsbankahúsið hafi komið á sölu um það leyti sem húsnæðismálin hafi verið til skoðunar og því ákveðið að gera í það tilboð. Það sé um sex hundruð fermetra húsnæði og henti því undir megnið af starfsemi stjórnsýslunnar. „Við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Við þurfum að skoða fleiri kosti af því að við munum ekki koma allri starfseminni fyrir í því.“ Norðurþing Íslandsbanki Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Einnig hefur stjórnsýsluhúsið gamla þótt óhentugt að einhverju leyti þar sem það er gríðarlega stórt og telur bæjarstjórnin að hægt sé að fækka fermetrum efstu stjórnsýslu talsvert. „Það var gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki byggarráðs. Byggðarráð er að skoða málið og tekur afstöðu í næstu viku,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Hún segir að málefni stjórnsýsluhússins hafi verið til skoðunar frá því í sumar í fyrra og að húsnæðið sé einfaldlega of stórt. Stjórnsýsluhúsið var 1325 fermetrar aðeins undir starfsemi stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn telji að hægt sé að fækka þeim um fimm hundruð fermetra. Henti undir megni starfseminnar „Þetta kemur líka til vegna þess að við erum með starfsmann sem er að vinna að heiman vegna þess að það fannst mygla í kjallaranum á stjórnsýsluhúsinu. Það kom í ljós í kringum áramótin. Við erum ekki með neina starfsemi þar dags daglega. Það eru engar skrifstofur eða neinar mannvistarverur þar niðri. Þetta eru geymslur,“ segir Katrín. Hún segir allt hafa komið hvað ofan í annað. Íslandsbankahúsið hafi komið á sölu um það leyti sem húsnæðismálin hafi verið til skoðunar og því ákveðið að gera í það tilboð. Það sé um sex hundruð fermetra húsnæði og henti því undir megnið af starfsemi stjórnsýslunnar. „Við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Við þurfum að skoða fleiri kosti af því að við munum ekki koma allri starfseminni fyrir í því.“
Norðurþing Íslandsbanki Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira