Innlent

Rafmagnshitari kveikti í hús­gögnum og svo koll af kolli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mikinn eld lagði frá iðnaðarhúsnæðinu kvöldið fimmtánda febrúar.
Mikinn eld lagði frá iðnaðarhúsnæðinu kvöldið fimmtánda febrúar. Vísir/Vilhelm

Talið er að eldsvoði í iðnaðarhúsnæði á horni Fellsmúla og Grensásvegar hafi kviknað vegna geisla- eða rafmagnsblásara. Eldurinn kviknaði síðdegis þann fimmtánda febrúar, en slökkvistarfi lauk morguninn eftir.

Slippfélagið, Pizzan, Curvy og Stout voru með starsemi í húsinu, en bílaþjónusta og hjólbarðaverkstæði N1 varð hvað verst úti í eldinum.

„Það er grunað að það hafi verið einhver rafmagns- eða geislahitari sem var inni á einhverri skrifstofu eða herbergi,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir að hitarinn hafi líklega bilað og eldur kviknað út frá honum.

Viðbraðgsaðilar girtu af svæði í kringum húsnæðið þar sem eldurinn brann. Jafnframt var vegum í kringum eldvoðan lokað á meðan aðgerðum stóð.Vísir/Vilhelm
Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangs- eða geislahitara sem var í skrifstofu í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm

„Þetta er svona rafmagnshitari sem er notaður þegar kalt er úti. Ég veit ekki hvað þeir voru að hita þarna, en það er auðvitað oft kalt á þessum smurstöðum. Allt opið og svoleiðis. Eldurinn náði síðan í húsgögn, svo einhverja dekkjasamstæðu og svo koll af kolli,“ segir Guðmundur.

Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöðu tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru allar líkur á að þetta sé málið.“

Í kjölfar brunans sendi N1 frá sér tilkynningu þar sem að sagði að sjálfvirkur brunaboði í húsnæðinu hefði gert stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað.

Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×