Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Erfitt er að meta skemmdirnar að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira