Gekk berserksgang á billjardstofu Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 15:16 Maðurinn beitti billjardkjuða þegar hann veittist að manninum. Getty/Ekaterina Podrezove Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilefnislausa líkamsárás á billjardstofu í júní í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa með vísvitandi líkamsárás ollið manni líkamstjóni, með því að hafa veist með ofbeldi að honum og slegið hann með billjardkjuða í hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut fingurbrot á löngutöng. Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang Í dóminum segir að þann 20. júní árið 2023 hafi lögregla verið kölluð að vettvangi vegna manns sem gengi berserksgang. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi þeir hitt fyrir tvo menn fyrir utan. Annar þeirra hafi gefið sig á tal við lögreglu og ítrekað sagt „He hit me“ [Hann barði mig] og bent á hinn. Sá hafi reynst vera hinn ákærði og borið þess merki að vera undir töluverðum áhrifum áfengis. Hann hafi verið valtur á fæti, óskýr í tali og baðað út höndum. Braut billjardkjuðann á hné sér Maðurinn sem fyrir billjardkjuðanum varð hafi mætt á lögreglustöð í september síðastliðnum og lagt fram kæru vegna árásarinnar. Hann hafi kvaðst hafa verið með tveimur vinum sínum að spila billjard eftir vinnu. Hann hefði séð manninn brjálaðan og öskrandi brjóta billjardkjuða í tvennt á hné sér. Maðurinn hefði síðan litið til þeirra vinanna og komið til þeirra algjörlega að tilefnislausu og lamið hann í andlitið einu höggi með kjuðanum. Af ótta við högg í andlitið hefði hann borið fyrir sig báðar hendur og fengið högg á hægri hönd sína. Hann hefði í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri slasaður. Eftir höggið hefði hanntekið utan um manninn og lagt hann í jörðina. Frekari högg hefðu ekki átt sér stað. Maðurinn hefði þó reynt að ráðast á fleiri en ekkert alvarlegt hefði komið út úr því. Spilakassinn hætti að greiða út og restin í móðu Fyrir dómi hafi maðurinn borið að hann hefði farið á billjardstofuna til þess að spila. Langt væri um liðið frá þessu og hann hefði verið ölvaður og því ætti hann erfitt með að muna eftir smáatriðum. Hann myndi þó að hann hefði sest við spilavél og vélin hefði svo hætt að borga út peninga. Hann hefði farið til konu sem vann á staðnum og beðið hana að líta á málið en erfitt hefði verið að eiga samskipti við hana vegna tungumálaörðugleika. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hefði verið sagt en hann myndi ekki eftir ágreiningi. Hann hefði orðið stressaður og myndi ekki hvað hefði gerst í kjölfarið. Hann teldi þó að brotaþoli hefði ætlað að henda honum út af barnum. Hann myndi næst eftir því að vera fyrir utan staðinn að bíða eftir lögreglunni. Hann væri þó sannfærður um að hann hefði ekki ráðist að neinum þar sem hann væri ekki þannig maður. Hann kannaðist ekki við brotaþola og hefði ekki verið að spila billjard. Hann gæti því ekki ímyndað sér hvernig þetta hefði gerst. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig brotaþoli hefði getað brotnað á fingri. Hann hafi kveðist eiga í vandræðum með áfengisneyslu. Þennan dag hefði hann verið að koma úr boði en hann hefði ekki verið búinn að drekka í langan tíma. Þá hefði hann verið á lyfjum. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af trúverðugum og staðföstum framburði brotaþola, sem hafi fengið stuðning í framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum, sé komin fram full sönnun þess að maðurinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök í ákæru. Með hliðsjón af hreinu sakarvottorði mannsins og að teknu tilliti til dráttar við meðferð málsins, afleiðinga árásarinnar og þess að hún hafi verið algjörlega tilefnislaus þyki refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 870 þúsund krónur, og 44 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa með vísvitandi líkamsárás ollið manni líkamstjóni, með því að hafa veist með ofbeldi að honum og slegið hann með billjardkjuða í hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut fingurbrot á löngutöng. Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang Í dóminum segir að þann 20. júní árið 2023 hafi lögregla verið kölluð að vettvangi vegna manns sem gengi berserksgang. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi þeir hitt fyrir tvo menn fyrir utan. Annar þeirra hafi gefið sig á tal við lögreglu og ítrekað sagt „He hit me“ [Hann barði mig] og bent á hinn. Sá hafi reynst vera hinn ákærði og borið þess merki að vera undir töluverðum áhrifum áfengis. Hann hafi verið valtur á fæti, óskýr í tali og baðað út höndum. Braut billjardkjuðann á hné sér Maðurinn sem fyrir billjardkjuðanum varð hafi mætt á lögreglustöð í september síðastliðnum og lagt fram kæru vegna árásarinnar. Hann hafi kvaðst hafa verið með tveimur vinum sínum að spila billjard eftir vinnu. Hann hefði séð manninn brjálaðan og öskrandi brjóta billjardkjuða í tvennt á hné sér. Maðurinn hefði síðan litið til þeirra vinanna og komið til þeirra algjörlega að tilefnislausu og lamið hann í andlitið einu höggi með kjuðanum. Af ótta við högg í andlitið hefði hann borið fyrir sig báðar hendur og fengið högg á hægri hönd sína. Hann hefði í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri slasaður. Eftir höggið hefði hanntekið utan um manninn og lagt hann í jörðina. Frekari högg hefðu ekki átt sér stað. Maðurinn hefði þó reynt að ráðast á fleiri en ekkert alvarlegt hefði komið út úr því. Spilakassinn hætti að greiða út og restin í móðu Fyrir dómi hafi maðurinn borið að hann hefði farið á billjardstofuna til þess að spila. Langt væri um liðið frá þessu og hann hefði verið ölvaður og því ætti hann erfitt með að muna eftir smáatriðum. Hann myndi þó að hann hefði sest við spilavél og vélin hefði svo hætt að borga út peninga. Hann hefði farið til konu sem vann á staðnum og beðið hana að líta á málið en erfitt hefði verið að eiga samskipti við hana vegna tungumálaörðugleika. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hefði verið sagt en hann myndi ekki eftir ágreiningi. Hann hefði orðið stressaður og myndi ekki hvað hefði gerst í kjölfarið. Hann teldi þó að brotaþoli hefði ætlað að henda honum út af barnum. Hann myndi næst eftir því að vera fyrir utan staðinn að bíða eftir lögreglunni. Hann væri þó sannfærður um að hann hefði ekki ráðist að neinum þar sem hann væri ekki þannig maður. Hann kannaðist ekki við brotaþola og hefði ekki verið að spila billjard. Hann gæti því ekki ímyndað sér hvernig þetta hefði gerst. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig brotaþoli hefði getað brotnað á fingri. Hann hafi kveðist eiga í vandræðum með áfengisneyslu. Þennan dag hefði hann verið að koma úr boði en hann hefði ekki verið búinn að drekka í langan tíma. Þá hefði hann verið á lyfjum. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af trúverðugum og staðföstum framburði brotaþola, sem hafi fengið stuðning í framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum, sé komin fram full sönnun þess að maðurinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök í ákæru. Með hliðsjón af hreinu sakarvottorði mannsins og að teknu tilliti til dráttar við meðferð málsins, afleiðinga árásarinnar og þess að hún hafi verið algjörlega tilefnislaus þyki refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 870 þúsund krónur, og 44 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira