Innlent

Ekki talinn hæfur til að vera meðal al­mennings

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum minniháttar útköllum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti ýmsum minniháttar útköllum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings í annarlegu ástandi í miðborginni. Var viðkomandi metinn óhæfur til að vera á meðal almennings og vistaður í fangageymslu.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um rúðubrot og eld í póstnúmerinu 104. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi og um nytjastuld á ökutæki, sem fannst skömmu síðar.

Einnig var tilkynnt um þjófnað í Árbæ.

Einn ökumaður var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum og afskipti höfð af öðrum sem reyndist án ökuréttinda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×