Innlent

Hríð og stormur fyrir austan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum
Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum Veðurstofan

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Austfirði og Suðausturland í dag.

Á Austfjörðum er spáð vestan- og norðvestan hríð og verður vindhraði allt að 23 metrar á sekúndu. Með þessu er slydda en snjókoma til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum en viðvörunin verður í gildi fram til klukkan eitt.

Á Suðausturlandi stendur vestan stormur fram til klukkan sex síðdegis. Þar er spáð 18 til 23 metrum á sekúndu og í hviðum gæti vindhraðinn farið yfir 35 metra. Hvassast verður við Öræfajökul og geta aðstæður orðið hættulegar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×