Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Síerra Leóne. Það var einn kyrrlátan sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum sem þau hjónin Regína Bjarnadóttir og Henry Alexender Henrysson sátu og lásu blöðin. Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira