Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 02:10 Bashar sigurreifur eftir síðara undanúrslitakvöldið á laugardags. Á meðan háværustu stuðningsmenn Palestínu kalla eftir sniðgöngu á Eurovision er Bashar afdráttarlaus. Hann ætlar að keppa. Mummi Lú Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. Hera var meðal þriggja atriða sem komust áfram á seinna undanúrslitakvöldinu á laugardaginn. Sigga Ósk og Bashar tryggðu sig sömuleiðis áfram. Aníta og strákarnir í VÆB höfðu tryggt sér farseðilinn á lokakvöldið fyrra undanúrslitakvöldið. Hera segist í færslu á Facebook vita að fólk hafi ólíkar skoðanir á því hvort Ísland eigi að vera með í Eurovision. Þær skoðanir eigi rétt á sér. Hera stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í annað skiptið.Mummi Lú „Ég hef tekið einn dag í einu með RÚV í þessu ferli, oft við það að stökkva af vagninum vegna þrýstings en mallakútsmælirinn (my gut feeling) & blessuð lífsreynslan hélt mér við verkefnið,“ segir Hera. Ljóst er að undanfarnar vikur og mánuðir hafa ekki verið auðveldir fyrir keppendur og skipuleggjendur vegna pressu að fara ekki í lokakeppnina. Magnús Jónsson, leikari og fyrrverandi liðsmaður GusGus, var á meðal tíu keppenda en ákvað að draga sig úr keppni vegna umræðunnar. Hera segir að hennar meðfæddu skemmtikraftar séu hennar bestu verkfæri til að breyta einhverju örlitlu í heiminum. Fyrir vikið hafi hún ákveðið að klæða sig í kærleiksgallann og halda ótrauð áfram. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ segir Hera sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2010. „Ég vil syngja minn söng fyrir alla sem vilja hlusta því ég trúi því í einlægni að tónlistin sé besta leiðin til að ná tengingu og lyfta okkur upp frá óttanum. Soldið væmin, ögn dramatísk & fullkomlega hreinskilin á þessu sunnudagskvöldi en hey…þetta er minn söngleikur & ég trúi á hann.“ Bashar sagði í ítarlegu viðtali við Vísi á dögunum að það væri draumur hans að keppa í Eurovision. Hann áréttaði þetta í viðtali við RÚV í gær. „Það er draumur minn að koma með Eurovision til Reykjavík 2025. Ég er draumóramaður, og sem Palestínumaður hefur mig alltaf dreymt að syngja á stóra sviðinu, því vil ég að draumurinn lifi áfram.“ Hávær krafa hefur verið um að Ísland sniðgangi Eurovision og taka þannig afstöðu gegn Ísrael í árásum þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Fleiri hundruð íslenskir tónlistarmenn skrifuðu undir áskorun til RÚV um að sniðganga Eurovision í ár. Útvarpsstjóri tilkynnti í kjölfarið að ákvörðun um það hvort Ísland keppti í Eurovision í Malmö í maí yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni og í samráði við siguregarann. Enginn yrðu neyddur til að keppa. Nokkur óvissa ríkir með þátttöku Ísraels í keppninni vegna texta við framlag þeirra þar sem minnst er á októberregn. Hryðjuverkaárás Hamas-liða á Ísraela var gerð 7. október en dæmi eru um að þjóðir hafi ekki fengið að taka þátt í Eurovision vegna pólitískra skilaboða í atriðum sínum eða lögum. Sigga Ózk og teymi hennar í banastuði á laugardagskvöldið.Mummi Lú Pólitískur boðskapur er sömuleiðis bannaður í Söngvakeppninni og má telja líklegt að það sé ástæðan fyrir því að melóna, sem Bashar var með í atriði sínu, sást ekki vel í beinni útsendingu á laugardagskvöldið á RÚV. Melóna hefur verið notuð sem tákn til að sýna samstöðu með Palestínu en sömu litir eru í vatnsmelónu og Pelaestínska fánanum. Strákarnir í VÆB sögðust ekki vera búnir að ákveða neitt. „Við gerum það í samráði við RÚV ef við vinnum.“ Afstaða Anítu og Siggu Ózkar kom ekki fram í umfjöllun RÚV í gær. Samkvæmt veðbönkum er Íslands í fjórða sæti yfir þjóðir líklegastar til að bera sigur úr býtum. Þeim spádóm ætti að taka með fyrirvara enda enn óljóst hvert framlag Íslands og fleiri þjóða verður. Lögin verða flutt í þessari röð á laugardaginn: Bíómynd - VÆB, Scared of Heights - Hera Björk, Downfall - ANITA, Wild West - Bashar Murad og Into The Atmosphere - Sigga Ózk. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Ísland í fimmta sæti í veðbönkum Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru. 25. febrúar 2024 10:41 VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi. 17. febrúar 2024 21:52 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Hera var meðal þriggja atriða sem komust áfram á seinna undanúrslitakvöldinu á laugardaginn. Sigga Ósk og Bashar tryggðu sig sömuleiðis áfram. Aníta og strákarnir í VÆB höfðu tryggt sér farseðilinn á lokakvöldið fyrra undanúrslitakvöldið. Hera segist í færslu á Facebook vita að fólk hafi ólíkar skoðanir á því hvort Ísland eigi að vera með í Eurovision. Þær skoðanir eigi rétt á sér. Hera stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í annað skiptið.Mummi Lú „Ég hef tekið einn dag í einu með RÚV í þessu ferli, oft við það að stökkva af vagninum vegna þrýstings en mallakútsmælirinn (my gut feeling) & blessuð lífsreynslan hélt mér við verkefnið,“ segir Hera. Ljóst er að undanfarnar vikur og mánuðir hafa ekki verið auðveldir fyrir keppendur og skipuleggjendur vegna pressu að fara ekki í lokakeppnina. Magnús Jónsson, leikari og fyrrverandi liðsmaður GusGus, var á meðal tíu keppenda en ákvað að draga sig úr keppni vegna umræðunnar. Hera segir að hennar meðfæddu skemmtikraftar séu hennar bestu verkfæri til að breyta einhverju örlitlu í heiminum. Fyrir vikið hafi hún ákveðið að klæða sig í kærleiksgallann og halda ótrauð áfram. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ segir Hera sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2010. „Ég vil syngja minn söng fyrir alla sem vilja hlusta því ég trúi því í einlægni að tónlistin sé besta leiðin til að ná tengingu og lyfta okkur upp frá óttanum. Soldið væmin, ögn dramatísk & fullkomlega hreinskilin á þessu sunnudagskvöldi en hey…þetta er minn söngleikur & ég trúi á hann.“ Bashar sagði í ítarlegu viðtali við Vísi á dögunum að það væri draumur hans að keppa í Eurovision. Hann áréttaði þetta í viðtali við RÚV í gær. „Það er draumur minn að koma með Eurovision til Reykjavík 2025. Ég er draumóramaður, og sem Palestínumaður hefur mig alltaf dreymt að syngja á stóra sviðinu, því vil ég að draumurinn lifi áfram.“ Hávær krafa hefur verið um að Ísland sniðgangi Eurovision og taka þannig afstöðu gegn Ísrael í árásum þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Fleiri hundruð íslenskir tónlistarmenn skrifuðu undir áskorun til RÚV um að sniðganga Eurovision í ár. Útvarpsstjóri tilkynnti í kjölfarið að ákvörðun um það hvort Ísland keppti í Eurovision í Malmö í maí yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni og í samráði við siguregarann. Enginn yrðu neyddur til að keppa. Nokkur óvissa ríkir með þátttöku Ísraels í keppninni vegna texta við framlag þeirra þar sem minnst er á októberregn. Hryðjuverkaárás Hamas-liða á Ísraela var gerð 7. október en dæmi eru um að þjóðir hafi ekki fengið að taka þátt í Eurovision vegna pólitískra skilaboða í atriðum sínum eða lögum. Sigga Ózk og teymi hennar í banastuði á laugardagskvöldið.Mummi Lú Pólitískur boðskapur er sömuleiðis bannaður í Söngvakeppninni og má telja líklegt að það sé ástæðan fyrir því að melóna, sem Bashar var með í atriði sínu, sást ekki vel í beinni útsendingu á laugardagskvöldið á RÚV. Melóna hefur verið notuð sem tákn til að sýna samstöðu með Palestínu en sömu litir eru í vatnsmelónu og Pelaestínska fánanum. Strákarnir í VÆB sögðust ekki vera búnir að ákveða neitt. „Við gerum það í samráði við RÚV ef við vinnum.“ Afstaða Anítu og Siggu Ózkar kom ekki fram í umfjöllun RÚV í gær. Samkvæmt veðbönkum er Íslands í fjórða sæti yfir þjóðir líklegastar til að bera sigur úr býtum. Þeim spádóm ætti að taka með fyrirvara enda enn óljóst hvert framlag Íslands og fleiri þjóða verður. Lögin verða flutt í þessari röð á laugardaginn: Bíómynd - VÆB, Scared of Heights - Hera Björk, Downfall - ANITA, Wild West - Bashar Murad og Into The Atmosphere - Sigga Ózk.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Ísland í fimmta sæti í veðbönkum Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru. 25. febrúar 2024 10:41 VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi. 17. febrúar 2024 21:52 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01
Ísland í fimmta sæti í veðbönkum Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru. 25. febrúar 2024 10:41
VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi. 17. febrúar 2024 21:52