Innlent

Fundi lokið og annar boðaður í fyrra­málið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Annar fundur hefst klukkan níu í fyrramálið.
Annar fundur hefst klukkan níu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Samningsfundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu lauk fyrir skemmstu og hefur annar verið boðaður klukkan níu í fyrramálið.

Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari staðfestir þetta í samtalið við fréttastofu. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um stöðu viðræðna. 

Fulltrúar samningsaðila hafa verið settir í fjölmiðlabann af Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara og því hafa þeir ekki veitt fjölmiðlum viðtöl.

Á föstudag sagði VR sig frá breiðfylkingunni og sagði formaður Rafiðnaðarsambandsins, eins Fagfélaganna, að ekki væri útilokað að félögin færu í samstarf við VR í mögulegum verkfallsaðgerðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×