Endurkoma kanónu á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. febrúar 2024 22:09 Jóhanna Vigdís er glöð að vera snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru. Vísir/Einar Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leiklistarkanónan Jóhanna Vigdís, betur þekkt sem Hansa, er snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru og gaf tóndæmi í kvöldfréttum. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum. Leikhús Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum.
Leikhús Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira