Innlent

Nær þröskuldi eld­goss í næstu viku

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá hraunrennsli úr síðasta eldgosi við Grindavík.
Frá hraunrennsli úr síðasta eldgosi við Grindavík. Vísir/Björn

Kvikusöfnun við Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Hraðinn er stöðugur og svipar mjög til þess sem sást í aðdraganda síðustu eldgosa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að skjálftavirkni á umbrotasvæðinu norðan Grindavíkur haldi áfram að vera væg. Um tuttugu smáskjálftar hafi mælst á hverjum sólarhringi síðustu daga.

Atburðarrásin sem hófst í lok október 2023 með landrisi við Svartsengi heldur því áfram. Búast má við nýju eldgosi á sömu slóðum og áðum á meðan kvikusöfnun heldur áfram.

Hættustig að óbreyttu hækkað

Segir Veðurstofan að haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða og nú muni magn kviku ná þeim þröskuldi í næstu viku sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.

Magn kviku sem safnast hafði við Svartsengi áður en fyrri gos hófust hefur verið á bilinu átta til þrettán milljón fermetrar. Verið er að vinna ný reiknilíkön til að fá nánari mynd af því magni sem safnast hefur.

Ekki er talin ástæða til að auka hættustig á svæðinu að svo stöddu og er hættumat Veðurstofunnar því óbreytt frá því síðast. Hættumatið verður uppfært á mánudaginn 26. febrúar og að öllu óbreyttu verður hættustig á nokkrum svæðum hækkað samhliða auknu kvikumagni undir Svartsengi og þar með auknum líkum á eldgosi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×