Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag þegar atvinnustarfsemi hófst á ný eftir langt hlé. Á sama tíma er Grindavík enn nær alveg vatnslaus en vonir standa til að köldu vatni verði komið á bæinn á morgun. Við ræðum við formann Verkalýðsfélags Grindavíkur í myndveri, sem segir glórulaust að opna bæinn á þessu stigi.

Við hittum einnig Grindvíking sem segir að ungir fasteignaeigendur, sem nýverið keyptu sína fyrstu eign í bænum, tapi margir hverjir öllu sínu eigin fé við uppkaup ríkisins. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur.

Þá höldum við áfram umfjöllun um mál Alexeis Navalnís. Forstöðumaður rússneska sendiráðsins í Reykjavík var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag. Bretar kynntu refsiaðgerðir gegn Rússum vegna máls Navalnís, fyrstir þjóða.

Þá förum við yfir kjaramálin í beinni útsendingu en fyrsta fundi Breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit lauk síðdegis í dag. 

Við ræðum líka við formann þingflokks Vinstri grænna um útlendingamálin, sjáum ótrúlegar myndir af hnúfubökum leika listir sínar í Sundahöfn og tökum stöðuna á loðnuleitinni, þar sem upp er runnin ögurstund. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×