Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 14:49 World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir fyrir utan World Class Laugum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið. Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“ Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“
Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira