Lífið

The Office stjarnan Ewen Macintosh látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ewen Macintosh var fimmtíu ára gamall.
Ewen Macintosh var fimmtíu ára gamall. David M. Benett/Dave Benett/Getty

Ewen Macintosh breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Keith í bresku grínþáttunum The Office er látinn. Hann var fimmtíu ára gamall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu leikarans. Þar kemur fram að hann hafi dáið í faðmi fjölskyldu sinnar og að hans verði sárt saknað. Ekki kemur fram hvernig andlát hans bar að.

Ewen var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Keith í upprunalegu útgáfu The Office þáttanna sem komu út í Bretlandi árið 2001 til 2003. Ricky Gervais fór með aðalhlutverkið í þáttunum og hefur þegar minnst samleikara síns á samfélagsmiðlum.

Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr The Office þar sem Macintosh fer á kostum í hlutverki Keith.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×