Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Vésteinn Valgarðsson er forstöðumaður lífsskoðunarfélagsins Díamat. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu