Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 20:55 Maðurinn hafði matvöru og vítamín að andvirði 2015 þúsund króna með sér út úr Krónunni í Skeifunni. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum. Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum.
Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira