Full vinna að vera í fæðingarorlofi en nærandi að gleyma sér aðeins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Sólveig Einarsdóttir og Eva Sigrún Guðjónsdóttir standa fyrir matarhlaðvarpinu Bragðheimar. Aðsend Þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir eru miklir matgæðingar og gætu ekki gleymt því að borða sama hversu uppteknar þær eru. Stöllurnar kynntust nýverið í fæðingarorlofi og ákváðu að sameina krafta sína með hlaðvarpinu Bragðheimar, sem fjallar einmitt um mat. Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“ Ástin og lífið Matur Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“
Ástin og lífið Matur Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira