Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 10:05 Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna. LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna.
LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira