Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 10:05 Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna. LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna.
LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira