Falleg hönnun, hlýleiki og náttúruleg birta einkennir þessa sjarmerandi eign.
Eigendur eru sannkallaðir fagurkerar sem hafa innréttað húsið á afar glæsilegan máta með skandinavísku yfirbragði, en í eigninni má finna klassísk húsgögn eftir heimsþekkta hönnuði sem standast tímans tönn.
Þá má meðal annars nefna Eggið og Sjöurnar eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen og gráar Montana hillueiningar, hönnun frá árinu 1982.


Alrýmið sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, er í björtu og rúmgóðu rými með góðum gluggum og útsýni að óspilltri náttúru.
Eignin skiptist í fimm svefnherbergi, þvottahús, tvö baðherbergi, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpsrými og geymslu. Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd. Hver krókur og kimi er vel nýttur í húsinu sem er tilvalið fjölskyldufólk.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






