Innlent

Reyndi að bíta fólk og flýja undan lög­reglu

Eiður Þór Árnason skrifar
Nóg var að gera hjá lögreglunni í nótt. Myndin er úr safni.
Nóg var að gera hjá lögreglunni í nótt. Myndin er úr safni. Vísir

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem segir ýmis minniháttar mál hafa komið upp sem tengdust ölvun og ólátum í miðborg Reykjavíkur. Klukkan 01:27 var tilkynnt um ofurölvi einstakling utan við skemmtistað þar. Eftir ítrekaðar tilraunir til að koma viðkomandi heim var útséð að það gekk ekki að sögn lögreglu og sá vistaður í fangaklefa.

Einnig var tilkynnt um mann sem var ofurölvi fyrir utan krá á starfssvæði lögreglustöðvar 2 í Kópavogi og Breiðholti sem var að lokum ekið heim. Um klukkan 2 í nótt hafði lögregla svo afskipti af manni vegna meints fíkniefnamisferlis og reyndi sá að hlaupa undan lögreglu. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×