Ísteka stefnir íslenska ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 09:48 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka. Vísir/Elín Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Bændablaðið greindi frá þessu á dögunum en Bændasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Samtökin myndu sækja bætur vegna málsins. Málið var þingfest þann 7. febrúar og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Í ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra fólst að reglugerð sem átti við um starfsemi Ísteka, sem einblínir á blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi. Starfsemin væri þess í stað felld undir reglugerð um dýratilraunir. Sú reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Hafna því að um dýratilraun sé að ræða Ísteka var upplýst um ákvörðun ráðherra í september í fyrra og krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. „Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið. Þannig eigi reglugerð um dýratilraunir ekki við um starfsemina og matvælaráðherra hafi því skort lagaheimild til að fella hana þar undir. Ákvörðunin feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til. Mörg störf tapist Bændasamtökin sögðu í nóvember að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars í áliti Bændasamtakanna frá í nóvember. Dýraheilbrigði Blóðmerahald Dómsmál Tengdar fréttir „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55 Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Bændablaðið greindi frá þessu á dögunum en Bændasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Samtökin myndu sækja bætur vegna málsins. Málið var þingfest þann 7. febrúar og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Í ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra fólst að reglugerð sem átti við um starfsemi Ísteka, sem einblínir á blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi. Starfsemin væri þess í stað felld undir reglugerð um dýratilraunir. Sú reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Hafna því að um dýratilraun sé að ræða Ísteka var upplýst um ákvörðun ráðherra í september í fyrra og krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. „Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið. Þannig eigi reglugerð um dýratilraunir ekki við um starfsemina og matvælaráðherra hafi því skort lagaheimild til að fella hana þar undir. Ákvörðunin feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til. Mörg störf tapist Bændasamtökin sögðu í nóvember að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars í áliti Bændasamtakanna frá í nóvember.
Dýraheilbrigði Blóðmerahald Dómsmál Tengdar fréttir „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55 Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09
Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55
Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13