Ísteka stefnir íslenska ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 09:48 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka. Vísir/Elín Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Bændablaðið greindi frá þessu á dögunum en Bændasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Samtökin myndu sækja bætur vegna málsins. Málið var þingfest þann 7. febrúar og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Í ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra fólst að reglugerð sem átti við um starfsemi Ísteka, sem einblínir á blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi. Starfsemin væri þess í stað felld undir reglugerð um dýratilraunir. Sú reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Hafna því að um dýratilraun sé að ræða Ísteka var upplýst um ákvörðun ráðherra í september í fyrra og krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. „Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið. Þannig eigi reglugerð um dýratilraunir ekki við um starfsemina og matvælaráðherra hafi því skort lagaheimild til að fella hana þar undir. Ákvörðunin feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til. Mörg störf tapist Bændasamtökin sögðu í nóvember að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars í áliti Bændasamtakanna frá í nóvember. Dýraheilbrigði Blóðmerahald Dómsmál Tengdar fréttir „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55 Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Bændablaðið greindi frá þessu á dögunum en Bændasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Samtökin myndu sækja bætur vegna málsins. Málið var þingfest þann 7. febrúar og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Í ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra fólst að reglugerð sem átti við um starfsemi Ísteka, sem einblínir á blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi. Starfsemin væri þess í stað felld undir reglugerð um dýratilraunir. Sú reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Hafna því að um dýratilraun sé að ræða Ísteka var upplýst um ákvörðun ráðherra í september í fyrra og krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. „Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið. Þannig eigi reglugerð um dýratilraunir ekki við um starfsemina og matvælaráðherra hafi því skort lagaheimild til að fella hana þar undir. Ákvörðunin feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til. Mörg störf tapist Bændasamtökin sögðu í nóvember að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars í áliti Bændasamtakanna frá í nóvember.
Dýraheilbrigði Blóðmerahald Dómsmál Tengdar fréttir „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55 Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09
Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55
Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13