Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 15:30 Aparólan verður reist á öðrum stað á túninu. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum. Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum.
Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira