Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 15:30 Aparólan verður reist á öðrum stað á túninu. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum. Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Sjá meira
Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum.
Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Sjá meira