Forsetahjónin fagna sprengidegi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 13:45 Saltkjöt og baunir, túkall! Eliza Reid Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. „Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
„Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12