Sport

Leik­menn kunnu ekki reglurnar og liðið undir­bjó sig ekki fyrir fram­lengingu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arik Armstead talaði við blaðamenn í dag, daginn eftir leik
Arik Armstead talaði við blaðamenn í dag, daginn eftir leik Chris Unger/Getty Images

Kansas City Chiefs fagnaði sigri í úrslitaleik NFL deildarinnar, 25-22 gegn San Francisco 49ers. Leikmenn 49ers vissu ekki af reglubreytingum og sögðu liðið ekkert hafa undirbúið sig fyrir mögulega framlengingu.  

Þetta var í annað sinn í sögunni sem Ofurskálarleikurinn er framlengdur. Þetta var í fyrsta sinn sem spilað var undir nýrri reglugerð sem tryggir að bæði lið fái boltann í framlengingu – og tækifæri til að skora. Það er frábrugðið reglum í venjulegum deildarleikjum þar sem leikurinn endar ef liðið sem fær boltann fyrst skorar snertimark. 

Leikmenn San Francisco 49ers sögðu liðið ekki hafa undirbúið leikskipulag fyrir framlengingu og ekki vitað hvað átti að gera. Þeir skoruðu vallarmark og komust þremur stigum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af framlengingunni. Kansas City Chiefs fengu þá boltann, skoruðu snertimark hinum megin og unnu leikinn. 

„Ég vissi ekki einu sinni af þessum nýjum reglum, þannig að þetta kom mér á óvart“ sagði Arik Armstead sem spilar í varnarlínu 49ers. 

„Ég hafði ekki hugmynd um að framlengingarreglurnar væru öðruvísi í úrslitakeppninni. Ég hélt að maður vildi bara fá boltann, skora snertimark og vinna. Það er greinilega ekki málið, ég veit ekki hvað leikplanið var, við förum allavega ekkert yfir það“ tók liðsfélagi hans Kyle Juszczyk svo undir. 


Tengdar fréttir

Sjáðu glæsi­lega hálf­leiks­sýningu Us­her á Ofur­skálinni

Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum.

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×