Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Úr atriði Windows95man. Eurovision Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu. Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu.
Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira