Lífið

Idol-stjarnan eins og endurfædd Amy Winehouse

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anna Fanney mögnuð á úrslitakvöldinu.
Anna Fanney mögnuð á úrslitakvöldinu.

Sería tvö af Idolinu endaði með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld. Anna Fanney og Jóna Margrét stóðu tvær eftir og var það Anna Fanney sem bar sigur úr býtum.

Fyrr um kvöldið hafði Björgvin dottið úr leik í keppninni og því var framundan einvígi milli Önnu og Jónu.

En í þættinum á föstudagskvöldið flutti Anna Fanney lagið Back To Black með Amy Winehouse. Ótrúlegur flutningur og var eins og Amy sjálf væri endurfædd á sviðinu. Hún  lést árið 2011.

Hér að neðan má sjá brot úr flutningi Önnu þar sem hún gjörsamlega fór á kostum.

Klippa: Endurfædd Amy Winehouse og hún vann Idolið

Tengdar fréttir

„Var núll að búast við því að ég myndi vinna“

„Ég var 100% bara að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp,“ segir nýkrýndi Idol sigurvegarinn Anna Fanney í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir sigurinn og hlakkar til að demba sér í stúdíóið.

Anna Fanney er Idolstjarna Íslands

Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×