Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 13:01 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir að kröfur stéttarfélaganna um forsenduákvæði hefðu unnið gegn markmiðum nýrra kjarasamninga um samdrátt verðbólgu og lækkun vaxta. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12
Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30