Innlent

Ing­veldur kveður Hæsta­rétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómarar við Hæstarétt. Aftari röð: Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Sigurður Tómas Magnússon, Ása Ólafsdóttir. Fremri röð: Ingveldur Einarsdóttir, Benedikt Bogason, Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Dómarar við Hæstarétt. Aftari röð: Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Sigurður Tómas Magnússon, Ása Ólafsdóttir. Fremri röð: Ingveldur Einarsdóttir, Benedikt Bogason, Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hæstiréttur

Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari og varaforseti réttarins lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. Staða dómara við réttinn verður auglýst.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá vendingunum á fundi ríkisstjórnar í morgun. Hún hefur þegar fallist á beiðni Ingveldur að láta af störfum. Ingveldur er á 65. aldursári og aldursforseti Hæstaréttar.

Ingveldur var skipuð dómari við Hæstarétt í árslok 2019 en hún kom úr þá nýskipuðum Landsrétti. Hún var skipuð héraðsdómari árið 1999, var fyrstu árin dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands og svo í tæpan áratug við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ingveldur er stúdent frá MR, lauk embættisprófi við lagadeild HÍ árið 1985 og sérhæfði sig síðar í umhverfisrétti og mannréttindum í Svíþjóð og Noregi.

Hún var formaður Dómarafélags Íslands frá 2009 til 2011, formaður Barnaverndarráðs Íslands 1997 til 2002 og formaður kærunefndar barnaverndarmála frá 2004 til 2013.

Sjö dómarar sitja í Hæstarétti, fjórir karlar og þrjár konur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×