Heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja varalögn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 15:45 Páll Erland, forstjóri HS veitna segir gríðarlega mikilvægt að hraunbreiðan nái ekki breiða ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja varalögn. Vísir Varabirgðir af heitu vatni í tönkum á Fitjum klárast á næstu klukkustundum. Þá tekur við heitavatnsleysi í Reykjanesbæ, á Suðurnesjum og í Vogum. Unnið er hörðum höndum við að tengja varalögn, en ef hún fer einnig undir hraun gæti heitavatnsleysi varað í margar vikur. Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust. Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust.
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira