Innlent

Katrín uggandi yfir stöðunni á Suður­nesjum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Katrín segir að búið sé að afla og safna saman rafmagnshitaofnum til að tryggja lágmarkshita á Suðurnesjum.
Katrín segir að búið sé að afla og safna saman rafmagnshitaofnum til að tryggja lágmarkshita á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón

Forsætisráðherra er uggandi yfir stöðunni á Suðurnesjum, þar sem hraun rennur hratt í átt að heitavatnslögn. Ef allt fari á versta veg gætu Suðurnesin verið án heits vatns í tvo til þrjá daga. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Í viðtali við Bjarka Sigurðsson, fréttamann Stöðvar 2, segir hún ljóst að erfið staða blasi við á Suðurnesjum.

„Þetta leit ekkert illa út í morgun. En það sem við erum að sjá núna er að hraunflæðið, það fer hratt yfir. Það stefnir að hitavatnslögn og þar með raungerist sviðsmynd sem við höfum átt von á en er mjög dökk. Það gæti valdið hitavatnsleysi á Suðurnesjum.“

Búið að safna saman rafmagnshitaofnum

Undirbúningur var hafinn að langtímalaust en óvíst hvort það hafist áður en hraun fer yfir lögnina.Katrín segir nú unnið að bráðabirgðalausn.

„En ef þetta fer á versta veg getum við verið að horfa upp á heitavatnsleysi mögulega í tvo til þrjá daga. En við getum ekki sagt til um það alveg á þessari stundu.“

Katrín segir að búið sé að afla og safna saman rafmagnshitaofnum til að tryggja lágmarkshita.

„En það er auðvitað unnið eins hratt og hægt er, en við erum í raun að vinna á svæðinu núna. Þó hraunflæðið sé í fullum gangi eru viðbragðsaðilar og verktakar á svæðinu til að vinna að langtímalausn, og þá bráðabirgðalausn. Þeta er allt gert með orkufyrirtækinu á staðnum, HS veitum. En þetta er erfið staða, það blasir við.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×